Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Ræktun - Þjálfun - Sala

Fréttir frá Söðulsholti

Járningarnámskeið í Söðulsholti 24 og 25 nóvember

25. september, 2018

Kennari er Kristján Elvar Gíslason járningameistari frá Dýralækna Háskólanum í Hannover, sem starfar einnig sem kennari á Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og verður hópaskipt samkvæmt því. Innifalið í verði eru: einn gangur skeifur, kaffi og…

Lesa nánar

Ófeigur frá Söðulsholti – seldur

15. ágúst, 2018

Ófeigur frá Söðulsholti seldist áður en hann komst á sölusíðuna og er hann að fara til Þýskalands í haust. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með nýja og flotta hestinn sinn!  Læt fylgja nokkrar myndir, en Ófeigur er nú líka…

Lesa nánar

Til sölu/for sale: Kvartett frá Túnsbergi

31. júlí, 2018

(English and German version below) Kvartett frá Túnsbergi,IS2009188277, er mjög vel ættaður fyrstuverðlauna alhliðahestur sem hefur meðal annars hlotið 8.5 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja, fegurð og fet. Foredrar hans þarf varla að kynna. Faðir hans, Gaumur er með heiðursverðlaun fyrir…

Lesa nánar

Höfum til sölu úrval hrossa á öllum aldri og tamningastigum, folöld, trippi, reiðhesta, keppnishross og kynbótahross. Svo ef þú ert að leita að einhverju sérstöku, ekki hika við að hafa samband og við hjálpum þér við að finna draumhestinn :)

Lesa nánar

Um Okkur

Söðulsholt er hrossaræktunar-, tamningar- og þjálfunarstöð, þar sem einnig er stundað skóg- og byggrækt frá því að Einar Ólafsson keypti jörðina árið 1998, en Bjarki Þór Gunnarsson er bústjóri jarðarinnar og rekur hestamiðstöðina með Elisabeth Marie „Lillí“ Trost.

Árið 2016 var ákveðið að bjóða til leigu 4 bústaði og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað og lágmarksdvöl eru 2-3 nætur eftir árstíma.

Söðulsholt er í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi

Lesa nánar
Bústaðirnir okkar til leigu

Bústaðirnir okkar til leigu

Bústaðirnir okkar eru staðsettir í Söðulsholti. Bústaðirnir voru byggðir 2015 og 2016 og er svefnpláss fyrir 4 í hverjum bústað. Víðáttumikið útsýni er frá bústöðunum.

Lesa nánar
Söðulsholt Cottages Location map

Hafa Samband

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða ef þið viljið koma athugasemdum á framfæri, hafið þá vinsamlega samband með því að senda okkur tölvupóst á neðangreint netfang eða fyllið út og sendið eyðublaðið hér að neðan.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.