Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Ræktun - Þjálfun - Sala

Fréttir frá Söðulsholti

Fyrsta folald 2018

19. maí, 2018

Donna frá Króki kastaði óvænt og hér er þá fyrsta folald sumarsins komið, en það er brúnn hestur undan Sólon frá Skáney. Þar sem stormasamt var nóttina sem sá stutti fæddist hlaut hann nafnið Vindur og fengu móðir og sonur…

Lesa nánar

Árangursrík keppnishelgi

14. maí, 2018

Árangursrík keppnishelgi að baki hjá okkur í Söðulsholti.  Bjarki og Kvartett frá Túnsbergi fóru í sínar bestu tölur í tölti hingað til, Inga Dís og Melódía frá Sauðárkróki enduðu í fjórða sæti í tölti ungmenna og Lillí og Greifi frá…

Lesa nánar

Mikið um að vera um helgina

7. maí, 2018

Við fengum flotta hjálp síðustu helgi í að laga girðingar og hlið, en veturinn fór illa með girðingarnar og svo átti eftir að laga og setja upp hlið.  Gerðin voru einnig tekin í gegn og hliðin löguð sem voru orðin…

Lesa nánar

Allt að gerast…

27. apríl, 2018

Reiðhallargólfið klárt fyrir daginn og þá er best að vinda sér í tamningar og þjálfun.

Lesa nánar

Höfum til sölu úrval hrossa á öllum aldri og tamningastigum, folöld, trippi, reiðhesta, keppnishross og kynbótahross. Svo ef þú ert að leita að einhverju sérstöku, ekki hika við að hafa samband og við hjálpum þér við að finna draumhestinn :)

Lesa nánar

Um Okkur

Söðulsholt er hrossaræktunar-, tamningar- og þjálfunarstöð, þar sem einnig er stundað skóg- og byggrækt frá því að Einar Ólafsson keypti jörðina árið 1998, en Bjarki Þór Gunnarsson er bústjóri jarðarinnar og rekur hestamiðstöðina með Elisabeth Marie “Lillí” Trost.

Árið 2016 var ákveðið að bjóða til leigu 4 bústaði og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað og lágmarksdvöl eru 2-3 nætur eftir árstíma.

Söðulsholt er í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi

Lesa nánar
Bústaðirnir okkar til leigu

Bústaðirnir okkar til leigu

Bústaðirnir okkar eru staðsettir í Söðulsholti. Bústaðirnir voru byggðir 2015 og 2016 og er svefnpláss fyrir 4 í hverjum bústað. Víðáttumikið útsýni er frá bústöðunum.

Lesa nánar
Söðulsholt Cottages Location map

Hafa Samband

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða ef þið viljið koma athugasemdum á framfæri, hafið þá vinsamlega samband með því að senda okkur tölvupóst á neðangreint netfang eða fyllið út og sendið eyðublaðið hér að neðan.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.