Ræktun,þjálfun,sala

 

Lögð er rík áhersla á hestvænar tamningar og þjálfunaraðferðir, að hrossin séu óttalaus við manninn og viðurkenni hann sem leiðtoga og framkvæmi það sem þau eru beðin um sátt og slök. Reynt er að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega og hesturinn byggður upp á jákvæðan hátt þar sem mýkt og rétt líkamsbeiting er höfð að leiðarljósi

Ræktunarmarkmið okkar er að rækta geðgóð og hreingeng hross, með góðan vilja, fótaburð og rými á gangi, sem hæfa sem flestum reiðmönnum, geta gegnt ýmsum hlutverkum, eru góð reiðhross, keppnishross eða kynbótahross.

Í hesthúsinu er pláss fyrir 36 hross, allt í 9 fm, tveggja hesta stíum. Hesthúsið er allt hið glæsilegasta. Sambyggt hesthúsinu er stór og glæsileg reiðhöll 50x16m að stærð og fyrir utan hesthúsið eru 5 samliggjandi gerði, 2 mjög stór og 3 aðeins minni.

Vegna reiðhallarinnar skapast aðstæður sem gera vinnuna vandaðri og markvissari auk þess sem ekki falla út dagar vegna veðurs.

Reiðleiðir eru góðar, og má meðal annars nefna að aðeins er 20 mín. reið niður á Löngufjörur. Góð reiðleið er með Núpá og tengileiðir frá henni að öllum bæjum sem liggja að ánni og síðan leiðir milli þeirra. Reiðleiðir eru því góðar um allt næsta nágrenni án þess að fara þurfi þjóðveginn. Söðulsholt er staðsett á sunnanverðu Snæfellsnesi, u.þ.b. 50 km frá Borgarnesi

Um eigandann
Um eigandann
Um eigandann
Um eigandann

Um jörðina

Jörðin er um það bil 1118 ha lands og var lengst af talin allgóð bújörð, eða til 1936 er hún var gerð að prestssetri, en aldrei hefur verið þar kirkjustaður svo vitað sé. Árið 1994 var prestakallið stækkað samkvæmt lögum og prestssetrið flutt að Staðarstað og heitir síðan Staðarstaðarprestakall.

Jörðin var síðan leigð af ríkinu árið 1985 og stunduð þar hrossarækt og loðdýrabúskap til1996.

Árið 1998 kaupa svo núverandi eigendur, Inga og Einar, jörðina og hefur þar verið stunduð þar hrossarækt, skógrækt, byggrækt og nú síðast ferðaþjónusta.

Um okkur

Einar Ólafsson og Ingibjörg Jónsdóttir, eigendur Söðulsholts síðan 1998, hafa ferðast víða um heiminn og búið í fjöldamörg ár bæði í Luxembourg og Bandaríkjunum. Á efri árum lét Einar draumana rætast og gerðist hrossabóndi og flutti í Söðulsholt.
Þegar Einar eignaðist Söðulsholt voru útihúsin gömul og ónothæf fyrir þá starfsemi sem hann vildi byggja upp. Því voru húsin rifin og byrjað var á byggingu nýs íbúðarhúss og svo hesthúss og reiðhallar sumarið 2006.

Árið 2016 lét Einar síðan byggja 4 glæsilega bústaði sem eru til útleigu. Tvö af börnum Einars, Halldóra og Ólafur, sjá alfarið um útleigu á bústöðunum. Bjarki og Lillí, ásamt aðstoðarfólki, taka á móti gestum sem hafa áhuga á að fara í einkareiðtúra. Slík þjónusta er þó aðeins í boði fyrir gesti sem gista í bústöðunum í Söðulsholti. Upplýsingar um bústaðina er hægt að finna með því að smella á hér.

Bjarki Þór Gunnarsson er bústjóri í Söðulsholti og hann ásamt Elisabeth Marie „Lillí“ Trost sjá um tamningu og þjálfun hrossanna og allt annað sem tilfellur á stóru búi.

Bjarki lauk tveggja ára námi frá LBHÍ er heitir “Reiðmaðurinn”. Eftir að hafa útskrifast sem húsasmiður hóf Bjarki nám við Háskólann á Hólum og árið 2014 útskrifaðist hann með Bs gráðu í Reiðmennsku og Reiðkennslu. Strax eftir útskrift hóf hann störf á stórum hrossaræktar/tamingarstöðvum og hafa alla daga síðan lagt mikið kapp á að efla sig í greininni, með þekkingu sem hann hefur áunnið við sín störf hjá nokkrum af fremstu knöpum landsins. Einnig hefur Bjarki fengið gott orð á sig sem reiðkennari og hefur til dæmis kennt og fylgt eftir ungum knöpum sem komust ofarlega inn á stórmót. Megin áhersla hans er einstaklingsmiðuð og markviss þjálfun sem gerir hestinum kleift að láta ljós sitt skína.

Elisabeth Marie “Lillí” Trost er frá litlu sveita þorpi í Austuríki. Síðan 2010 hefur Lillí verið með annan fótinn á Íslandi til að nálgast Íslenska hestinn í sínu náttúrlega umhverfi og tileinka sér reiðhefð landsins. Á þessum tíma hefur hún meðal annars stundað nám við Háskólann á Hólum og árið 2014 útskrifaðist hún með Bs gráðu í Reiðmennsku og Reiðkennslu að þriggja ári námi loknu. Hún dvaldi einnig hálft ár í Portúgal og stundaði þar tamingar og þjálfun á vel þekktum hestabúgarði. Þessu til viðbótar hefur hún unnið á vel þekktum tamingarstöðvum hérlendis og unnið sjálfstætt við góðan orðstír. Megin áherlsa hennar er uppbyggileg þjálfun sem byggir að því að laða það besta fram í hverju hrossi fyrir sig.

Bjarka og Lillí til aðstoðar eru ráðin ungmenni sem öll hafa sterkan áhuga og reynslu af hestamennsku og eru dugleg að læra og tileinka sér þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í hesthúsinu. Barnabörn Einars, Inga Dís og Róbert Vikar, vinna á sumrin í hesthúsinu. Einnig hafa nemendur frá Austurrískum menntaskóla verið í verknámi á sumrin í Söðulsholti sl. ár og hjálpa þau aðallega til við skógræktina.

 

Hafa Samband

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða ef þið viljið koma athugasemdum á framfæri, hafið þá vinsamlega samband með því að senda okkur tölvupóst á neðangreint netfang eða fyllið út og sendið eyðublaðið hér að neðan.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.