Þriðja folaldið mætt

7. júní, 2018

Þá er þriðja folaldið komið, en þetta virðist ætla að vera sumar hestfolalda.  Sá stutti hefur ekki hlotið nafn enn þá, en hann er undan Pyngju og Sjarma frá Sauðanesi.  Verður spennandi að fylgjast með þessum. Uppfært 20.06.18 – þessi flotti hestfoli hefur hlotið nafnið Taktur.