Nýir starfsmenn á Söðulsholti

17. mars, 2018

Eins og mörgum er kunnugt, þá hafa Halldór Sigurkarlsson og Iðunn Silja Svansdóttir ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar og eru því á förum.
Söðulsholt hefur því ráðið Elisabeth Marie “Lillí” Trost til tamningur og Bjarka Þór Gunnarsson sem bústjóra frá og með 10. apríl 2018. Hvorugt þeirra elst upp við hross í sínum fjölskyldum sem sýnir gríðarlegan áhuga þeirra á Íslenska hestinum. Eru þau bæði útskrifuð frá Hólum árið 2014 með BS gráðu í Reiðmennsku og Reiðkennslu.
Strax eftir útskrift hófu þau störf á stórum hrossaræktar/ tamingarstöðvum og hjá nokkrum af fremstu knöpum landsins og hafa þau lagt mikið kapp á að efla sig í greininni. Þau munu m.a. sinna tamingum, þjálfun og sölu hrossa frá búinu sem og tamningum fyrir aðra.
Um leið og við þökkum Dóra og Iðunni fyrir gott samstarf sl. 11 ár bjóðum við þeim LillÍ og Bjarka velkomin til starfa.