Mikið um að vera um helgina
7. maí, 2018
Við fengum flotta hjálp síðustu helgi í að laga girðingar og hlið, en veturinn fór illa með girðingarnar og svo átti eftir að laga og setja upp hlið. Gerðin voru einnig tekin í gegn og hliðin löguð sem voru orðin skökk. Yngsta kynslóðin fékk líka að vera með, nú eða fékk smá reiðkennslu hjá Ingu Dís.