Margt að gerast í Söðulsholti

15. janúar, 2019

Nokkur hross frá okkur voru seld á árinu og óskum við nýjum eigendum til hamingju með þau. Við erum nú þegar farin að sakna þeirra í hesthúsinu en vitum af þeim á góðum stað.

Einnig viljum við þakka vinum, vandamönnum, viðskiptavinum já og öllum öðrum kærlega fyrir líðandi ár og verið velkomin nú á því nýja.

Það verður margt um að vera í vetur. Til að mynda folaldasýning, mót, námskeið, barnastarf og fleira.