Gleðileg Jól

25. desember, 2016

Kæru vinir nær og fjær!
Við í Söðulsholti óskum öllum okkar vinum, nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og friðar, þökkum samvinnuna, samstarfið og allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.

Árið 2016 er búið að vera viðburðarríkt og skemmtilegt. Var tekin sú ákvörðun að byrja í ferðaþjónusta á árinu og voru keyptir fjórir bústaðir.  Bústaðirnir komu tilbúnir hingað í Söðulsholt um vorið og voru fyrstu gestirnir mættir um miðjan Júni, fóru bókanir mjög vel af stað og var allt fullt hjá okkur í júli og ágúst. Ákváðum við að bjóða líka uppá hestaleigu fyrir gestina sem gistu í húsunum og var það mjög vinsælt og flestum fannst þetta það gaman að það bókaði annan reiðtúr daginn eftir.  Höfum við ákveðið fyrir næsta sumar að bjóða einnig upp á hestasýningar og erum við þá að horfa til rútuhópanna sem eru á ferðinni hér um Snæfellsnesið, en við munum segja betur frá því með hækkandi sól.

Nóg hefur einnig verið að gera í tamningu og þjálfun og mikið verið um skemmtileg trippi, eitthvað var farið á mót á árinu og gekk það bara vel. Greifi frá Söðulsholti fór í flottan kynbótadóm, 8.37 fyrir hæfileika og 7.95 fyrir byggingu, en stefnt verður með hann eitthvað í keppni á næsta ári.

Við sjáum fram á 2017 verði gott ár, nú þegar er búið að bóka mikið í gistingu, verður gaman að prófa sig áfram með hestasýningarnar og svo verður fjórðungsmót í Borgarnesi í lok Júni. Eitthvað af hrossum verður stefnt með í sýningar  og mót á nýju ári, hestar sem við höfum verið að keppa á og svo eitthvað að nýjum og spennandi hrossum.

Við vonum að þið hafið það gott yfir hátíðirnar, borðum vel og slökum á og það mikilvægasta af öllu er að njóta þess að vera með  vinum og ættingjum og munum svo að vera  góð við hvert annað 🙂