Fyrsta folald 2018

19. maí, 2018

Donna frá Króki kastaði óvænt og hér er þá fyrsta folald sumarsins komið, en það er brúnn hestur undan Sólon frá Skáney. Þar sem stormasamt var nóttina sem sá stutti fæddist hlaut hann nafnið Vindur og fengu móðir og sonur að gista í reiðhöllinni.  Vindur fékk strax að kynnast tvífætta ungviðinu sem er í heimsókn í Söðulsholti þessa helgi.