Árangursrík keppnishelgi

14. maí, 2018

Árangursrík keppnishelgi að baki hjá okkur í Söðulsholti.  Bjarki og Kvartett frá Túnsbergi fóru í sínar bestu tölur í tölti hingað til, Inga Dís og Melódía frá Sauðárkróki enduðu í fjórða sæti í tölti ungmenna og Lillí og Greifi frá Söðulsholti uppskáru sigur í sinni fyrstu fimmgangskeppni saman.