Járningarnámskeið í Söðulsholti 24 og 25 nóvember

25. september, 2018

Kennari er Kristján Elvar Gíslason járningameistari frá Dýralækna Háskólanum í Hannover, sem starfar einnig sem kennari á Háskólanum á Hólum.
Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og verður hópaskipt samkvæmt því.
Innifalið í verði eru: einn gangur skeifur, kaffi og meðlæti.
Kostnaður er:
25.000 isk (aðeins námskeið)
39.000 isk m/gistingu í 2 nætur
32.000 isk m/gistingu í 1 nótt
7.000 isk (aðeins gisting)
Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 12 nemar.
Á laugardagsmorgni verða bóklegir tímar síðan fá nemar að æfa sig að járna.
Nemendur koma sjálfir með hest til að járna og einnig járningaáhöld ef þeir eiga. Einnig verður hægt að fá lánaðan hest og áhöld og ef eitthvað vantar (láta vita í skráningu!)
Lærdómsfúsir járninganemar skrái sig á [email protected] fyrir 14 nóvember n.k