Greifi í 1.verðlaun

9. september, 2016

Greifi frá Söðulsholti fór í góð 1.verðlaun á síðsumarsýningunni á Gaddstaðarflötum, en hlaut hann 7.95 fyrir byggingu, 8.37 fyrir hæfileika og 8.20 í aðaleinkunn. Greifi er fimm vetra bleikálóttur, glaseygður  undan Álfi frá Selfossi og Jarlsdótturinni Blæju frá Svignaskarði, stefnum við á að eiga hann sem fimmgangskeppnishest og ætlum að reyna að máta hann eitthvað á keppnisvellinum á næsta ári. Læt fylga með myndir af Greifa og Iðunni sem teknar voru í vetur og einnig eina af syni hans sem fæddist núna í sumar.