Góður árangur á bikarmóti

9. september, 2016

Bikaramót Vesturlands fór fram í Borgarnesi 13 ágúst, forum með nokkur hross þangað og er mjög sátt með þetta síðasta mót ársins. Dóri vann bæði tölt og fjórgang á systrunum Kolbrá og Hrafnkötlu, Kolbrá vann fimmganginn með 6.86 og Hrafnkatla töltið með 6.94. Iðunn vann Fjórgang á Ábóta með 6.63 og krakkarnir stóðu sig líka vel, Inga Dís vann tölt unglinga á Melódíu frá Sauðárkróki, Robert varð fjórði í tölti á honum Sleipni sínum, Inga var fjórða í fjórgangi unglinga á Svala frá Skáney og Katla varð í fimmta sæti, bæði í tölti og fjórgangi í barnaflokki. Öll þess hross eru nú komin í haustfríi sitt og verða á járnum hjá okkur næsta vetur fyrir utan hana Hrafnkötlu sem skipti um eigendur núna í haust.