Gleðileg jól!

24. desember, 2017

Kæru vinir nær og fjær!
Við í Söðulsholti óskum öllum okkar vinum, nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og friðar, þökkum samvinnuna, samstarfið og allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.

Árið 2017 hefur verið viðburðarríkt og skemmtilegt. Ferðaþjónustan hefur gengið mjög vel, mikið um bókanir sérstaklega yfir sumartímann og eru bókanir fyrir 2018 nú þegar farnar að streyma inn. Hestaleigan var mjög vinsæl og voru gestir okkar duglegir að nýta sér þessa þjónustu.

Nóg hefur einnig verið að gera í tamningu og þjálfun og mikið verið um skemmtileg trippi. Eitthvað var farið á mót á árinu og einnig var farið á Fjórðungsmótið í Borgarnesi og gekk það bara vel. Nokkur hross voru seld á árinu og reiknum við með því að fleiri hross verða boðin til sölu næsta ár. Við höfum verið með þó nokkuð af hrossum í tamningu fyrir aðra og hefur það bara gengið mjög vel.

Við hlökkum til ársins 2018 enda spennandi tímar framundan.

Við vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðina.