Fyrsti snjórinn

17. nóvember, 2016

Það voru ekki bara börnin sem ljómuðu þegar þau sáu að allt var orðið hvítt í gærmorgun, trippin voru einnig mjög kát að komast út að velta sér í snjónum og hundurinn okkar hún Fjóla fannst þetta greinilega líka mjög notarlegt. veðrið er nú samt ansi fljótt að breytast og í dag er stormur, skólanum var frestað og varla stætt á milli húsa, þannig ekki verður lengur um villst að veturinn er mættur 🙂