Frumtamningar

20. október, 2016

Núna er allt á fullu hjá okkur í frumtamningum, við  erum  með rúmlega 30 hross inni og megnið af þeim eru 3 og 4 vetra. Þetta eru  hross frá búinu og hestar sem við erum með  í tamningu fyrir aðra. En  þetta er alltaf jafn spennandi tími, og kannski pínu eins og að kíkja í jólapakkann að byrja á trippinum sem maður er búinn að fylgjast með frá fæðingu , að sjálfsögðu eru einhver í meira uppáhaldi en önnur. Þetta getur svo allt breyst þegar er byrjað á þeim og er það kannski eitt að því skemmtilega við þetta allt saman. Trippin sem við erum með núna er undan mjög breiðum hóp stóðhesta, en má m.a. nefna Sólon frá Skáney, Aron frá Strandarhöfði, Stála frá Kjarri, Ábóta frá Söðulsholti, Hákon frá Ragnheiðarstöðum, Kapal frá Kommu, Ugga frá Bergi og Dyn frá Dísarstöðum